Innlent

Vilja frestun á lóð fyrir Heklu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hekla byggir nýtt.
Hekla byggir nýtt. vísir/vilhelm
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði lögðu til í gær að ekki yrði gengið frá viljayfirlýsingu um ráðstöfun á 24 þúsund fermetra lóð í Syðri-Mjódd til bílaumboðsins Heklu án útboðs fyrr en íbúum og ýmsum félögum á svæðinu hefur verið gefinn kostur á að gefa umsögn.

Fulltrúar meirihlutaflokkanna sögðu að fljótlega yrði deiliskipulagið á svæðinu kynnt og samningar við ÍR og Heklu. Allir gætu komið sjónarmiðum sínum á framfæri.

„Eftir sem áður er rétt að gefa hagsmunaaðilum á svæðinu kost á að skila formlegri umsögn um málið en tillaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina þar að lútandi hefur nú legið óafgreidd í borgarráði í þrjá og hálfan mánuð,“ svöruðu þá fulltrúar minnihlutaflokkanna tveggja. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×