Innlent

Vildi að lögregla kæmi sér í burtu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ökumaður sem ekki gat beðið eftir því að sjúkrabíll kæmist leiðar sinnar sagði að lögregla ætti að koma sér í burtu er hún stýrði umferð.
Ökumaður sem ekki gat beðið eftir því að sjúkrabíll kæmist leiðar sinnar sagði að lögregla ætti að koma sér í burtu er hún stýrði umferð. Vísir
Lögreglan þurfti á sjöunda tímanum að stjórna umferð eftir Kringlumýrarbraut og Miklubraut svo auðvelda mætti sjúkraflutningsmönnum leið sína með alvarlega veikan mann um borð í sjúkrabifreið.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn hafi, sér til mikillar furðu, orðið vitni að því þegar ökumaður sem bíða þurfti á meðan sjúkrabíllin komst sína leið lýsti yfir furðun sinni að lögreglan væri að tefja för sína.

Þegar honum var gert grein fyrir ástæðu lokunarinnar sem varði aðeins í nokkrar mínútur þá fannst þessum einstaklingi lítið til koma enda varðaði honum ekkert um líðan annara og lauk samtalinu að lögreglan ætti að koma sér í burtu.

„Lögreglu fannst þessi hegðun ekki til framdráttar hjá viðkomandi enda var líf einstaklings í hættu. Lögregla hvetur fólk til að sína skilning og samkennd í tilvikum sem þessum sem og öðrum reyndar enda getur oft mikið legið við, nokkra mínútuna bið getur vart sakað,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×