Innlent

Víglínan með Heimi Má í heild sinni.

Heimir Már Pétursson skrifar
Það er óhætt að segja að það kraumi undir niðri í íslenskum stjórnmálum en í dag eru nákvæmlega tvær vikur frá því þjóðin gekk að kjörborðinu í alþingiskosningum sem skiluðu langt í frá einfaldri niðurstöðu.

Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum.

Í dag hefjast formlegar tilraunir Bjarna Benediktssonar til að mynda ríkisstjórn þriggja flokka, ríkisstjórn sem verður með tæpasta meirihluta sem hægt er að hafa á Alþingi, komist hún á koppinn. Og vestur í Bandaríkjunum komu kjósendur öllum könnunarfyrirtækjum og flestum stjórnmálaskýrendum á óvart með því að kjósa ólíkindatólið Donald Trump í valdamesta embætti heims.

Sjá má þáttinn í spilaranum hér að ofan og neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×