Fótbolti

Viðar Örn skoraði en Maccabi missti niður 3-0 forystu í tap

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson í leiknum í kvöld.
Viðar Örn Kjartansson í leiknum í kvöld. Vísir/AFP
Ótrúleg úrslit urðu í Evrópudeild UEFA í kvöld er Maccabi Tel Aviv og Zenit frá St. Pétursborg áttust við í Ísrael.

Heimamenn fóru vel af stað og leiddu 1-0 í hálfleik. Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði og skoraði gott mark á 50. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum.

Haris Medunjanin kom svo Maccabi í 3-0 forystu á 70. mínútu og stuttu síðar var Viðar Örn tekinn af velli, enda virtist fremur öruggur sigur í höfn.

En þá fóru Rússarnir á flug. Aleksander Kokorin skoraði á 76. mínútu og átta mínútum síðar var staðan orðin 3-2 eftir mark Robert Mak. Guiliano jafnaði svo metin á 86. mínútu áður en Luka Djordjevic skoraði sigurmark Zenit í uppbótartíma.

Ótrúleg niðurstaða en mark Viðars Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×