Víđa ţungbúiđ međ skúrum á laugardag

 
Innlent
12:22 31. JÚLÍ 2009
Sigurđur Ţ. Ragnarsson býst viđ hćglćtisveđri ţessa helgina.
Sigurđur Ţ. Ragnarsson býst viđ hćglćtisveđri ţessa helgina.
„Þetta lítur nokkuð svipað út og búið er að spá. Við verðum með hæglætisveður þessa helgina síst þó norðvestanlands. Það má búast við vætu á víð og dreif yfir helgina en yfirleitt þurrt og bjart með köflum sunnan og suðvestan til" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Stöðvar 2 og Vísis. "Hins vegar má búast við að á morgun verði einhverjir dropar sunnan til þegar líður á daginn" segir Sigurður í samtali við Vísi.

En hér kemur spáin fyrir helgina byggð á gögnum föstudaginn 31. júlí.


Föstudagur 31-júlí 2009
:

Norðaustan 3-10 norðvestan og vestan til annars hæg breytileg átt.

Skúrir norðan og austan til og á suðausturlandi annars yfirleitt þurrt og bjart með köflum á Suður- og Suðvesturlandi.


Hiti víðast 9-16 stig, svalast nyrst á Vestfjörðum en hlýjast í uppsveitum á Suðurlandi.

Laugardagur 1-ágúst-2009:

Norðan 3-8 á Vestfjörðum annars hæg breytileg átt.


Rigning á Vestfjörðum annars víða smáskúrir á víð og dreif og víðast skýjað með köflum.


Hiti 8-15 stig, hlýjast til landins.

Sunnudagur 2-ágúst-2009:


Norðaustan og austan 3-10 stífastur á annesjum á Vestfjörðum og norðaustan til. Rigning norðan og austan til, úrkomulítið á Vestfjörðum annars þurrt og yfirleitt bjartviðri sunnan- og suðvestanlands.


Hiti 12-18 stig, hlýjast suðvestan og vestan til.

Mánudagur 3-ágúst-2009:


Norðaustan 8-13 á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum annars mun hægari.

Dálítil súld austast á landinu, skýjað með köflum og þurrt nyrðra en léttskýjað framan af degi annars staðar.


Hiti 10-18 stig, hlýjast sunnan og suðvestan til.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Víđa ţungbúiđ međ skúrum á laugardag
Fara efst