Innlent

Við afneitum ekki úthverfunum

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fullyrðir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vilji ekki afneita úthverfunum.

Samkvæmt aðalskipulagi sem samþykkt var í borginni til ársins 2030 er rík áhersla lögð á að þétta byggð og byggja á auðum svæðum í miðborðinni.

Um gildandi aðalskipulag segist Halldór vera sammála flestum þéttingarreitum en þó ekki öllu.

Hann segir það koma til greina að byggja í Vatnsmýrinni en þó verði að tryggja að innanlandsflugið sé enn í Reykjavík.

Hann fullyrðir að flokkurinn sé á móti því að innanlandsflugið færist til Keflavíkur.

"Sjálfstæðismenn hafa ekki áform um reisa ný hverfi heldur að þétta byggðina,  en hlusta betur á íbúana heldur en gert er í dag. Við leggum meiri áherslu á að fólk hafi val, við viljum ekki afneita úthverfunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×