Innlent

Verkfall hjúkrunarfræðinga skapar fordæmalaust ástand

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. vísir/vilhelm
Læknaráð hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna stöðu þeirrar sem upp er komin í kjaraviðræðum ríkisins við hjúkrunarfræðinga og BHM.

Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í tæplega sjö vikur og virðist engin lausn í sjónmáli. Ofan á það bætist að 2.100 hjúkrunarfræðingar fara í ótímabundið verkfall á miðnætti náist ekki samningar fyrir þann tíma.

Í yfirlýsingunni segir að áhrif verkfalls BHM hafi haft gríðarleg áhrif á starfssemi Landspítalans enda sinna félagsmenn nauðsynlegum störfum er lút að greiningu, meðferð og eftirfylgni. Fordæmalaust ástand mun skapast ef komi til verkfalls hjúkrunarfræðingar að auki.

Nauðsynlegt er að um semjist sem allra fyrst þannig að starfsmenn BHM geti snúið aftur til starfa og að komið verði í veg fyrir yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×