Lífið

Verður slegist um nýju línuna?

VINSÆL Ljósastæði sem þessi hafa verið vinsæl undanfarið svo búast má við að þau seljist upp.
VINSÆL Ljósastæði sem þessi hafa verið vinsæl undanfarið svo búast má við að þau seljist upp.
Verslanir Söstrene Grene í Smáralind og Kringlu eiga von á nýrri heimilislínu í vikunni og er þetta í fyrsta sinn sem svo stór lína kemur í búðir hjá þeim.

Síðastliðið haust kom, eins og frægt er orðið, lína með hliðarborðum frá þeim og var eftirspurnin svo mikil, þar sem borðin voru í takmörkuðu upplagi, að á tímabili var slegist um borðin í versluninni. Það má því jafnvel búast við því að beðið verið í röðum eftir nýju línunni.

„Fólk hefur aðeins verið að hringja og forvitnast um línuna, en ég veit ekki hvort það verða raðir fyrir utan eins og með borðin. Við búumst svosem ekki við því, en það verður bara að koma í ljós,“ segir Brynja Scheving eigandi Söstrene Grene á Íslandi, aðspurð hvort þau búist við látum á föstudag.

Línan, sem verður einingis í takmörkuðu upplagi, var væntanleg til landsins í gær og reiknaði Brynja með að hún yrði komin upp í verslanir á föstudagsmorgni.

„Þetta er rosalega flott lína, smá svona „industrial“ fílingur. Við erum að fá í fyrsta sinn ljós og lampa ásamt fleiru fallegu,“ bætir hún við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×