Innlent

Verðlauna góðar gönguleiðir

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Gönguleiðir í skólann eru með besta móti.
Gönguleiðir í skólann eru með besta móti. mynd/fíb
Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) afhendir Hólabrekkuskóla í Breiðholti viðurkenningu félagsins í dag fyrir vel skilgreindar og vel merktar gönguleiðir fyrir skólabörnin í næsta nágrenni skólans.

Afhendingin er lokapunktur fyrsta áfanga gangbrautaverkefnis FÍB sem snýst um að kanna gönguleiðir skólabarna um land allt, hversu góðar og öruggar þær eru og hvar þörf sé á úrbótum.

Hefur verkefnið leitt til fjölmargra endurbóta víða sem stuðla að bættu öryggi barna á leið í og úr skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×