Innlent

Veðurstofan varar við stormi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Það á að rigna með hvassviðrinu og má búast við varsömum vindstrengjum, en mun betra veður verður um norðaustanvert landið, þar sem hiti gæti farið allt upp í 15 gráður.
Það á að rigna með hvassviðrinu og má búast við varsömum vindstrengjum, en mun betra veður verður um norðaustanvert landið, þar sem hiti gæti farið allt upp í 15 gráður. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan varar við stormi, eða meira en tuttugu metrum á sekúndu, um landið vestanvert og á hálendinu um hádegisbil á morgun. Rigning eða talsverð rigning, einkum sunnanlands, en áfram þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Hægari vindur fyrir austan.

Spár gera ráð fyrir að stormurinn standi yfir í meira en sólarhring, en hann er leifar af fellibylnum Nicole, sem nýverið gekk yfir Bermúda eyjar.

Í dag er gert ráð fyrir að vestlægar áttir verði ríkjandi á landinu og víða dálitlar skúrir, en léttir til suðaustan- og austanlands. Snýst í vaxandi suðaustanátt í nótt og ver að rigna sunnan- og vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×