MIĐVIKUDAGUR 7. DESEMBER NÝJAST 10:30

Sjötti söluhćsti Domino's stađurinn í heimi

VIĐSKIPTI

Veđurstofan varar viđ ótraustum snjóalögum og geislum sólarinnar

 
Innlent
09:49 14. FEBRÚAR 2016
Útivistarfólk er hvatt til ađ nota sólarvörn og sólgleraugu til ađ verjast geislum sólarinnar í dag.
Útivistarfólk er hvatt til ađ nota sólarvörn og sólgleraugu til ađ verjast geislum sólarinnar í dag. VISIR/VILHELM

Veðurstofa Íslands bendir fólki á ferð í fjallendi á óstöðug snjóalög víða um land og því hætta á að ferðamenn komi af stað snjóflóðum. Þá beinir Veðurstofan einnig þeim tilmælum til útivistarfólks sem er um lengri tíma í sól, þar sem snjór einnig hylur jörðu, að verja sig gegn geislum sólarinnar, til dæmis með því að nota sólgleraugu og sólarvörn. Gerir Veðurstofan það í ljósi þess að óvenjulágt óson mælist nú yfir Íslandi og er spá sólbjörtu veðri í dag.

Verður fínasta vetrarveður á landinu öllu í dag og víða talsvert af sólskini, en kalt. Í kvöld fer dregur til tíðinda þegar allmikil lægð kemur inn á Grænlandshaf, en þá hvessir af suðaustri og snjóar suðvestanlands. Á morgun gengur síðan suðaustanstormur yfir landið með talsverðri úrkomu og sums staðar mikilli rigningu eða slyddu. Á Norðausturlandi verður þó heldur hægara og úrkomulítið fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili og hiti 0 til 5 stig á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:
Suðaustan 18-23 m/s og slydda eða snjókoma S- og V-lands, en hvassari og rigning eftir hádegi, talsverð eða mikil úrkoma SA-til síðdegis. Lægir V-lands um kvöldið. Úrkomulítið NA-til fram eftir degi, en fer síðan að snjóa þar. Hlýnandi veður og hiti 0 til 5 stig um kvöldið.

Á þriðjudag:
Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él um morguninn, en dregur síðan talsvert úr vindi og úrkomu og kólnar í veðri.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt og dálítil él, en úrkomulítið N-til. Kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Hægviðri, skýjað með köflum og talsvert frost.

Á föstudag:
Suðaustlæg átt og snjókoma eða slydda, en úrkomulítið NA-til. Hlýnar heldur í veðri.

Á laugardag:
Hæg suðlæg átt, stöku él og kalt í veðri.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Veđurstofan varar viđ ótraustum snjóalögum og geislum sólarinnar
Fara efst