Lífið

Veðrið veldur usla hjá Hebba

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Herbert Guðmundsson er ekki sáttur við veðurguðina.
Herbert Guðmundsson er ekki sáttur við veðurguðina. Vísir/GVA
Vonskuveðrið um land allt undanfarið hefur raskað tónleikaferðalagi tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar talsvert. „Við erum búnir að vera stopp út af veðrinu og verðum bara á „hold“ fram yfir mánaðamót,“ segir Herbert sem hefur verið á ferðinni með hljómborðsleikaranum Hirti Howser.

Þeir hafa meðal annars þurft að fresta tónleikum í Vestmannaeyjum, á Sauðárkróki, Rifi og víðar.

Stefnt er á að fara af stað aftur í mars og verða nýjar dagsetningar tilkynntar á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×