LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 23:39

Óvissir farţegar WOW kvarta undan skorti á upplýsingaflćđi

FRÉTTIR

Varđskip međ Fróđa í togi

 
Innlent
07:31 07. JANÚAR 2016
Varđskipiđ Ţór.
Varđskipiđ Ţór. VÍSIR/DANÍEL

Varðskipið Þór er nú á landleið með fiskiskipið Fróða í togi, eftir að sjö manna áhöfnin hefur verið í volki og vandræðum í rúman sólarhring. Skipið fékk veiðarfærin í skrúfuna í fyrrinótt, þegar það var um átta mílur vestur af Eldey.

Annað fiskiskip kom þá til aðstoðar og reyndi að drga Fróða, en togvírarnir slitnuðu æ ofan í æ, enda orðið vont sjóveður og Fróði valt mikið. Var þá óskað efitr aðstoð Landhelgisgæslunnar í gærmorgun, sem sendi varðskipið Þór á vettvang, en illa gekk að koma taug á milli skipanna enda vindur um 25 metrar á sekúndu og mikill sjór.

Það tókst að lokum, en heimferðin sækist hægt vegna óveðurs. Þór er væntanlegur með Fróða til Hafnarfjarðar upp úr klukkan tíu. Enga sakaði um borð í Fróða í þessum erfiðleikum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Varđskip međ Fróđa í togi
Fara efst