MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 07:09

Ţrennurnar orđnar 36 hjá Westbrook

SPORT

Varđskip međ Fróđa í togi

 
Innlent
07:31 07. JANÚAR 2016
Varđskipiđ Ţór.
Varđskipiđ Ţór. VÍSIR/DANÍEL

Varðskipið Þór er nú á landleið með fiskiskipið Fróða í togi, eftir að sjö manna áhöfnin hefur verið í volki og vandræðum í rúman sólarhring. Skipið fékk veiðarfærin í skrúfuna í fyrrinótt, þegar það var um átta mílur vestur af Eldey.

Annað fiskiskip kom þá til aðstoðar og reyndi að drga Fróða, en togvírarnir slitnuðu æ ofan í æ, enda orðið vont sjóveður og Fróði valt mikið. Var þá óskað efitr aðstoð Landhelgisgæslunnar í gærmorgun, sem sendi varðskipið Þór á vettvang, en illa gekk að koma taug á milli skipanna enda vindur um 25 metrar á sekúndu og mikill sjór.

Það tókst að lokum, en heimferðin sækist hægt vegna óveðurs. Þór er væntanlegur með Fróða til Hafnarfjarðar upp úr klukkan tíu. Enga sakaði um borð í Fróða í þessum erfiðleikum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Varđskip međ Fróđa í togi
Fara efst