SUNNUDAGUR 29. MAÍ NÝJAST 06:00

Heldur Valur áfram ađ gera KR lífiđ leitt í Frostaskjóli?

SPORT

Vantar stefnu um sjókvíaeldi

 
Innlent
07:00 02. MARS 2016
Ísfirđingar vilja vald viđ strendur.
Ísfirđingar vilja vald viđ strendur. VISIR/PJETUR

„Nefndin telur afleitt að enga stefnumörkun stjórnvalda er að finna um sjókvíaeldi á Vestfjörðum, fremur en annars staðar,“ segir í bókun skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðar.

„Sérstaklega er þetta slæmt í ljósi þess að sveitarfélögin hafa ekki skipulagsvald yfir aðliggjandi strandsvæðum, fjörðum og flóum. Að frumkvæði sveitarfélaga á Vestfjörðum og Fjórðungssambands var unnin nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og í þessu tilfelli hefði slík áætlun verið til mikilla bóta,“ bókaði nefndin sem kvað æskilegt að sveitarfélög ráði skipulagi strandsjávar út að einni sjómílu frá grunnlínu.

Bókunin var gerð vegna mats­áætlunar fyrir sjókvíaeldi Háafells í Ísafjarðadjúpi sem nefndin gerði ekki athugasemdir við. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Vantar stefnu um sjókvíaeldi
Fara efst