Innlent

Vantar sex krabbameinslækna til starfa á Landspítalanum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Skortur á krabbameinslæknum verður til þess að þeir ná ekki að tileinka sér nýja þekkingu og nota ný lyf eins fljótt og áður. Þetta segir yfirlæknir á krabbameinsdeild Landspítalans sem óttast að ef fram heldur sem horfir geti bið eftir meðferð farið að myndast. Ástandið veldur sjúklingum áhyggjum.

Íslendingar hafa hingað til verið mjög framarlega á sviði krabbameinslækninga og árangur af meðferðum mjög góður. Læknar hafa hins vegar af því áhyggjur af því að þetta geti farið að breytast þar sem síðustu misseri hefur krabbameinslæknum fækkað verulega hér á landi og erfiðara er því að innleiða nýjar meðferðir og nota ný lyf.

Í dag vantar sex krabbameinslækna til starfa á Landspítalanum en þeir eru aðeins átta í dag. „ Á síðustu tíu árum hefur það gerst að okkur hefur fækkað, litlar sem engar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæði, það er erfiðara að fá ný lyf, þannig að við erum í raun að dragast aftur úr hinum Norðurlöndunum,“ segir Helgi Sigurðsson er prófessor krabbameinslækninga og yfirlæknir á Landspítalanum.

Helgi segir að þó að dánartíðni krabbameinssjúklinga hafi lækkað hér á landi þá hafi hún hlutfallslega lækkað hraðar í nágrannalöndunum en hér. „ Við erum í rauninni ekki að innleiða nýjustu þekkinguna eins fljótt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Við höfum ekki aðgengi að rannsóknum og ýmsu öðrum, “ segir Helgi.

Þá segir Helgi að þó að staðan sé sú í dag að þeir sem greinast með krabbamein geti fengið meðferð strax þá geti svo farið með fækkun lækna að þeir sem greinast þurfi að bíða eftir meðferð.

Helgi hélt erindi á málþingi hjá Krabbameinsfélaginu í dag þar staðan var ræddi. Sigrún Lilja er hjá ráðgjafaþjónstu félagsins. Hún segir bæði sjúklinga og aðstandendur þeirra velta nokkuð fyrir sér stöðunni og hafa nokkrar áhyggjur.

Helgi segir algjöra forsendu þess að hægt sé að snúa þróuninni við að nýliðun verði meðal krabbameinslækna á spítalanum en aðeins einn þeirra sé undir fertugu. ,, Hættan er sú að þegar að tíminn líður þá munum við sýna verri árangur en er á hinum Norðurlöndunum „ segir Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×