Lífið

Vann 400 þúsund krónur í tippleik fótboltastjarnanna

Sigurvin Ólafsson og Guðmundur Benediktsson með sigurvegarann Tómas Leifsson á milli sín.
Sigurvin Ólafsson og Guðmundur Benediktsson með sigurvegarann Tómas Leifsson á milli sín.
Tómas Leifsson kom, sá og sigraði í tippleiknum Venediktsson sem félagarnir Guðmundur Benediktsson og Sigurvin Ólafsson hafa staðið fyrir undanfarin stórmót í knattspyrnu.

Þátttökugjald í tippleiknum þetta árið var 7500 krónur en rúmlega hundrað manns tóku þátt í leiknum. Heildarverðmæti vinninga var því rúmlega 700 þúsund krónur. Lokahóf tippleiksins fór fram á Sólon í kvöld þar sem fylgst var með úrslitaleiknum milli Argentínu og Þýskalands en að honum loknum voru verðlaun veitt.

Tómas fékk 400 þúsund krónur í sinn hlut, Ragnar Ingvarsson var í öðru sæti og fékk 200 þúsund krónur. Þorsteinn Halldórsson landaði þriðja sætinu og 100 þúsund krónur.

Logi Bergmann Eiðsson fékk sérstök verðlaun fyrir að hafna í 100. sæti í leiknum. Verðlaunin voru 7501 króna.

Fjölmargir af þekktari knattspyrnumönnum þjóðarinnar voru með í leiknum. Má nefna Alfreð Finnbogason, Indriða Sigurðsson, Bjarka Gunnlaugsson, Jóhann Birni Guðmundsson, Heiðar Helguson og Matthías Vilhjálmsson.

Jón Orri Ólafsson hafnaði í síðasta sæti keppninnar eða 111. sæti. Fékk hann gullfiskinn Venediktsson til vörslu fram að Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×