Fótbolti

Van Persie og De Jong byrja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Vísir/Getty
Robin van Persie og Nigel de Jong eru báðir í byrjunarliði Hollands sem mætir Argentínu í síðari undanúrslitaleiknum á HM í Brasilíu.

Van Persie hefur verið að glíma við magakveisu í vikunni og þá meiddist De Jong fyrr í keppninni. „Kraftaverkið gerðist,“ var haft eftir landsliðsþjálfaranum Louis van Gaal um endurkomu De Jong í hollenskum fjölmiðlum í kvöld.

Sergio Agüero er á bekknum hjá Argentínu en þeir Gonzalo Higuain, Ezequiel Lavezzi og Lionel Messi eru sem fyrr í sóknarlínu liðsins. Angel di Maria er meiddur og því ekki með.

Byrjunarlið Hollands: Cillessen, Kuyt, Blind, Vlaar, De Vrij, Martins Indi, De Jong, Wijnaldum, Sneijder, Robben, Van Persie.

Byrjunarlið Argentínu: Romero; Zabaleta, Demichelis, Garay, Rojo; Pérez, Mascherano, Biglia; Lavezzi, Higuaín, Messi.

Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×