Íslenski boltinn

Valur með fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nikolaj Hansen skoraði síðara mark Vals.
Nikolaj Hansen skoraði síðara mark Vals. vísir/anton
Valur er með fullt hús stiga á toppi riðils 3 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta eftir 2-1 sigur á Víkingi Ólafsvík í kvöld.

Valur og íA eru bæði með 12 stig toppi riðilsins en Valur með betri markatölu. Víkingur Ó. er með 3 stig í fjórum leikjum.

Nicolas Bogild kom Val yfir á 24. mínútu eftir sendingu frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni og staðan í hálfleik 1-0.

Nikolaj Hansen bætti öðru marki við á 84. mínútu en Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og átti Guðjón Pétur Lýðsson meðal annars skot í stöng í leiknum.

Óttar Ásbjörnsson minnkaði muninn í uppbótartíma sem skrifast verður á Anton Ara Einarsson markvörð Vals sem hikaði þegar hann átti að handsama fyrirgjöf Vignis Snæs Stefánssonar örugglega.

Fyrr í dag gerðu Leiknir Fáskrúðsfirði og Fram 4-4 jafntefli í riðli 4. Voru þetta fyrstu stig beggja liða.

Leiknir var 3-0 yfir í hálfleik með tveimur mörkum Almars Daða Jónssonar og marki Hilmars Freys Bjartþórssonar.

Ivan Bubalo og Helgi Guðjónsson minnkuðu muninn fyrir Fram í 3-2 áður en Almar Daði fullkomnaði þrennu sína þegar 24 mínútur voru til leiksloka.

Bubalo minnkaði muninn á ný fyrir Fram áður en Arnór Daði Aðalsteinsson tryggði Fram jafntefli með marki á síðustu mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×