Íslenski boltinn

Valshjartað togaði í Málfríði | Yfirgefur Blika og samdi við Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miðvarðarðparið Málfríður Erna Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir spila ekki saman næsta sumar.
Miðvarðarðparið Málfríður Erna Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir spila ekki saman næsta sumar. Vísir/Vilhelm
Landsliðskonan Málfríður Erna Sigurðardóttir mun spilar með Val á nýjan leik í Pepsi-deild kvenna eftir tvö flott ár með Breiðabliki.

„Ég klæðist Valstreyjunni stolt á nýjan leik,“ sagði Málfríður Sigurðardóttir í frétt á heimasíðu Vals í kvöld.

Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur skrifað undir eins árs samning við Val en á síðustu tveimur tímabilum hefur hún verið einn besti varnarmaðurinn í Pepsi-deild kvenna og unnið sér sæti íslenska landsliðinu á nýjan leik.

Málfríður Erna spilaði fyrst með meistaraflokki Vals árið 2000. Hún á að baki 176 meistaraflokksleiki fyrir félagið, hefur unnið fjölda titla með Val

„Ég fór úr Val fyrir tveimur árum til að prófa eitthvað nýtt á ferlinum. Átti tvö frábær ár hjá Breiðablik og sé ekki eftir því að hafa farið.  Hins vegar togaði Valshjartað mig aftur á Hlíðarenda og mig langaði alltaf að  klára ferilinn hjá mínu uppeldisfélagi sem mér þykir svo vænt um. Það skemmir ekki fyrir heldur að börnin mín æfa hjá yngri flokkum Vals," sagði Málfríður Erna í viðtali á heimasíðu Vals.

„Ég var inn og út úr fótbolta vegna barneigna síðast þegar ég var í Val.  Síðustu tvö ár í Breiðablik voru hins vegar góð bæði fyrir liðið og fyrir mig persónulega.  Unnum tvo titla og fengum á okkur fæstu mörkin í deildinni bæði árin," sagði Málfríður en það má lesa allt viðtalið við hana hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×