Lífið

Útsending frá Söngvakeppninni óaðgengileg erlendis í eina mínútu og Twitter fór á hliðina

Anton Egilsson skrifar
Margir lýstu yfir þungum áhyggjum á Twitter.
Margir lýstu yfir þungum áhyggjum á Twitter. Skjáskot
Mikil ólga var um stundarsakir á meðal íslendinga sem staddir eru erlendis og hugðust fylgjast með úrslitum í Söngvakeppninni sem nú stendur yfir.  Lokað var fyrir áhorf annars staðar en á Íslandi og fór það mis vel í fólk.

Þeir sem ætluðu að fylgjast með útsendingunni erlendis  fengu upp stillimynd á skjánum þar sem á stóð að útsendingin væri eingöngu aðgengileg á Íslandi.  Mikið kurr var í fólki í kjölfarið og létu margir í sér heyra á samskiptamiðlinum Twitter.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi að ástandið hafi einungis staðið yfir í eina mínútu. Því eiga allir þeir sem staddir eru erlendis að geta fylgst með útsendingu frá keppninni.  

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×