Innlent

Úthlutun alfarið byggð á tillögum stjórnar

Höskuldur Kári Schram skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, segir að ákvörðun um úthlutun fjárframlaga úr Framkvæmdasjóði aldraðra byggi alfarið á tillögum stjórnar sjóðsins. Hvorki hann né forverar hans í starfi hafi reynt að hafa áhrif á þær tillögur. 

Kristján hefur ákveðið að úthluta 132 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til 11 verkefna. Rúmlega 60 prósent af þeirri upphæð fer til verkefna í kjördæmi ráðherra eða rúmar 80 milljónir. Á vefsíðu ráðuneytisins kemur fram að úthlutun ráðherra sé byggð á tillögu stjórnar sjóðsins.

Er það tilviljun að svona stór hluti fer til verkefna í þínu kjördæmi?

„Það er bara svo einfalt mál að ráðherra sem hefur yfirstjórn með Framkvæmdasjóði aldraðra byggir og staðfestir tillögur sem að faglegt mat stjórnarinnar, starfsmanna og sérfræðinga hefur verið lagt á. Hvorki ég né forverar mínir í starfi hafa gripið inn í þá tillögugerð. Það háttar bara svona til í þetta skiptið og ég hef engar forsendur til að breyta þeim tillögum sem faglegt mat hefur verið lagt á,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. 


Tengdar fréttir

Rúmar 80 milljónir til verkefna í kjördæmi ráðherra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta 132 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til ellefu verkefna. Rúmlega 60 prósent af þeirri upphæð fer til verkefna í kjördæmi ráðherra eða rúmar 80 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×