ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 22:01

Íslenska veđriđ gerđi stjörnum Game of Thrones lífiđ leitt

LÍFIĐ

Úrvalsdeildarliđ í Portúgal vill fá Emil Pálsson

 
Íslenski boltinn
23:14 08. JANÚAR 2016
Emil Pálsson.
Emil Pálsson. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Portúgalska úrvalsdeildarfélagið Belenenses vill fá FH-inginn Emil Pálsson að láni en þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni fótbolti.net í kvöld.

Emil spilaði með FH gegn KR í Fótbolta.net mótinu í kvöld en hann staðfesti það eftir leikinn við Elvar Geir Magnússon á fótbolta.net að tilboð sé komið frá Portúgal. Belenenses hefur óskað eftir því að fá Emil á láni með möguleika á kaupum síðar.

„Ég er bara búinn að fá að vita að þetta tilboð er komið. Það liggur á milli FH og liðsins núna að ná endum saman. Ég er ekki nógu vel upplýstur til að segja þér hvað er í gangi," sagði Emil í viðtali við Fótbolta.net.

Emil er á leiðinni erlendis ótengt þessu tilboði frá Portúgal en Emil eru eins og fleiri leikmenn í Pepsi-deildinni á leiðinni til Abu Dhabi þar sem hann mun taka þátt í æfingabúðum með íslenska landsliðinu.

Emil Pálsson var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins síðasta sumar en hann spilaði fyrri hlutann með Fjölni og seinni hlutann með FH þar sem hann skoraði meðal annars markið sem tryggði Hafnarfjarðarliðinu Íslandsmeistaratitilinn.

Belenenses þekkir til íslenskra leikmanna enda spiluðu þeir Eggert Gunnþór Jónsson og Helgi Valur Daníelsson með liðinu fyrir tveimur leiktíðum síðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Úrvalsdeildarliđ í Portúgal vill fá Emil Pálsson
Fara efst