Lífið

Ungverskur aðdáandi Gretu tekur lagið á íslensku

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Tara, aðdáandi Gretu Salóme.
Tara, aðdáandi Gretu Salóme.
„Tónlistin hennar breytti lífi mínu. Ég get ekki útskýrt það með örðum. Hún veit sögu mína og það er það sem mestu máli skiptir,“ segir hin ungverska Tara, sem án efa er einn helsti aðdáandi Gretu Salóme Stefánsdóttur.

Tara hefur fylgst með Gretu Salóme allt frá því hún vann söngvakeppni sjónvarpsins í febrúar og þegar hún loks fékk að hitta fyrirmynd sína brast hún í grát.

Greta Salóme segir Töru hafa fylgst vel með öllu ferli íslenska hópsins. Líklega viti Tara meira um íslenska framlagið en hún sjálf.

Silent-hópurinn hitti Töru í gær og fékk hana til þess að taka lagið hennar Gretu - á íslensku. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×