Lífið

Ungur tesali frá Pakistan dáleiðir netverja með augunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn 18 ára gamli Arshad Khan er þriðja barn fjölskyldu sinnar af 17.
Hinn 18 ára gamli Arshad Khan er þriðja barn fjölskyldu sinnar af 17. Vísir/Instagram/AFP
Líf ungs tesala í Pakistan tók miklum breytingum í vikunni eftir að mynd af augum hans fór eins og eldur um sinu á internetinu. Hinn 18 ára gamli Arshad Khan vonast til þess að frægðin geti hjálpað honum úr fátækt og í nám.

Ljósmyndarinn Jiah Ali setti mynd af Khan á Instagram fyrir nokkrum dögum, þar sem hann var að vinna á markaði í Islamabad, höfuðborg Pakistan. Myndin fór, eins og áður segir, mjög víða

Khan sjálfur hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast þar sem hann á ekki síma og þar að auki kann hann ekki að lesa.

„Ég var meðvitaður um að ég væri myndarlegur, en þú getur ekkert gert þegar þú ert fátækur,“ sagði Khan við AFP fréttaveitunna. Hann á 16 systkini.

Myndin sem kom boltanum af stað fyrir tæpri viku síðan.

Fólk og þá sérstaklega ungar konur hafa flykkst að markaðinum þar sem Khan vinnur til að berja hann augum undanfarna daga. Samkvæmt Telegraph er búið að bjóða honum fyrirsætusamninga og jafnvel hefur hann fengið tilboð um að leika í kvikmyndum.

Frægð Khan hefur þó varpað ljósi á stéttaskiptingu og femínisma í Pakistan. Fólk hefur opinberlega lýst yfir furðu sinni á því að svo fátækur maður geti verið svo myndarlegur.

< center>

#chaiwala Ladies I found him!

A photo posted by Jiah Ali (@jiah_ali) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×