Fótbolti

Ungur framherji lést í bílslysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Niklas Feierabend í leik með Hannover.
Niklas Feierabend í leik með Hannover. Vísir/Getty
Niklas Feierabend, nítján ára framherji hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Hannover, lést í umferðarslysi í Þýskalandi í gær.

Félagið tilkynnti þetta en Feierabend var farþegi í bíl sem hafnaði á tré snemma í gærmorgun. Tveir aðrir voru í bílnum og létust báðir.

„Allir liðsfélagar hans, þjálfarar, starfsmenn, stuðningsmenn og allir í Hannover eru í miklu áfalli vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.

„Niklas - við viljum ekki gleyma þér og munum aldrei gera það.“

Ferill Feierabend með Hannover var nýhafinn en hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá félaginu í upphafi ársins og átti enn eftir að spila sinn fyrsta aðalliðsleik með liðinu. Hann hafði þó tvívegis verið ónotaður varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×