Innlent

Unglingar gátu bæði keypt sígarettur og neftóbak í sjoppu í Hafnarfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Færri staðir seldu unglingunum sígarettur nú en í seinustu könnun bæjarins, en fleiri staðir seldu neftóbak.
Færri staðir seldu unglingunum sígarettur nú en í seinustu könnun bæjarins, en fleiri staðir seldu neftóbak. Vísir/Valli/Daníel
Unglingar í Hafnarfirði gátu keypt sígarettur á tveimur sölustöðum af 15 og neftóbak á fjórum stöðum. Einn staður seldi unglingunum bæði sígarettur og neftóbak.

Unglingarnir fóru á sölustaði og keyptu reyndu að kaupa sígarettur og neftóbak í könnun á vegum forvarnarfulltrúa Hafnarfjarðar.

Fram kemur í tilkynningu að þeir staðir sem selt hafi unglingunum fái að öllum líkindum áminningu frá heilbrigðiseftirliti, líkt og lög kveða á um. Þá ætlar forvarnarfulltrúinn einnig að senda stöðunum ábendingu.

Færri staðir seldu unglingunum sígarettur nú en í seinustu könnun bæjarins, en fleiri staðir seldu neftóbak.

Í 8. gr laga um tóbaksvarnir eru skýr fyrirmæli um sölu tóbaks. Tóbak má hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×