Innlent

Ungir drengir á lyftara ollu rúmlega milljón króna tjóni

Bjarki Ármannsson skrifar
Drengirnir skemmdu verkfæri, efni og fleira á verkstæðinu.
Drengirnir skemmdu verkfæri, efni og fleira á verkstæðinu. Vísir/Magnús Hlynur
Þrír drengir, níu til tólf ára, unnu talsvert tjón á verkstæði smíðaverktakans Smíðanda á Selfossi í fyrrakvöld þegar þeir brutu sér leið inn á verkstæðið og skemmdu verkfæri, efni og fleira.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi settu drengirnir í gang lyftara og óku honum í gegnum hurð og á bifreið sem var inni á verkstæðinu. Forráðamenn drengjanna voru kallaðir til ásamt barnaverndaryfirvöldum sem fóru yfir málið með lögreglu.

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður Vísis á Suðurlandi, náði meðfylgjandi myndum af verkstæðinu og segir tjónið metið á aðra milljón króna. 

Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur
Vísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×