Innlent

Ungir bændur öttu kappi

Freyr Bjarnason skrifar
Hjalti Freyr Guðmundsson hljóp í poka, rakaði og ýtti heyrúllum.
Hjalti Freyr Guðmundsson hljóp í poka, rakaði og ýtti heyrúllum. Mynd/Mariska van de Vosse
Hjalti Freyr Guðmundsson frá Miðdal í Kjós bar sigur úr býtum í keppninni Ungi bóndi ársins, sem var haldin síðastliðinn laugardag. Hún fór fram í túninu fyrir utan félagsheimilið Félagsgarð í Kjós, samhliða fjölskylduhátíðinni Kátt í Kjós.

Keppt var í alls kyns þrautum, þar á meðal í að ýta rúllum og að raka heyi. „Þetta gekk mjög vel. Það rigndi þegar ég kom klukkan eitt en það hætti að rigna á slaginu tvö þegar keppnin byrjaði,“ segir Einar Freyr Elínarson, formaður Félags ungra bænda, spurður út í keppnina. „Lífið lék við okkur þarna.“

Alls tóku sextán keppendur þátt, eða fjórir frá hverju landshlutafélagi. Keppnin var fyrst haldin árið 2009 og í ár var það Félag ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum, FUBVV, sem stóð fyrir henni. Það félag vann einmitt liðakeppnina sem var einnig haldin þennan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×