Innlent

Undirbúa bara boðaðar aðgerðir

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Taflan löguð. Frá Íslandsmóti iðnnema fyrir nokkrum árum. Iðnaðarmenn verkaðgerðir 10. þessa mánaðar.
Taflan löguð. Frá Íslandsmóti iðnnema fyrir nokkrum árum. Iðnaðarmenn verkaðgerðir 10. þessa mánaðar. Fréttablaðið/Pjetur
Samninganefnd félaga iðnaðarmanna og Samtök atvinnulífsins funda aftur á föstudag eftir árangurslítinn fund í gærmorgun.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samt mikið bera á milli þegar kemur að viðræðum um launalið samninganna.

Kristján Þ. Snæbjarnarson
„Og það er svo sem jákvætt að menn ætli að tala saman áfram. Við ætlum að reyna að skoða sérmál á milli funda, bara til að reyna að hafa eitthvað til að tala um,“ segir hann.

Staðan sem uppi sé gefi þó ekki miklar væntingar um að saman náist í viðræðunum.

„Ennþá eru bara í undirbúningi þær aðgerðir sem samþykkt hefur verið að ráðast í. Það er ekkert annað að gera. Til að breyta stöðunni þarf eitthvað nýtt að gerast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×