Innlent

Umgengnisforeldrar aðallega feður

Í svari innanríkisráðuneytisins fást ekki tölur um skiptingu úrskurða um umgengni milli kyns foreldra eða aldurs barna frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, en á þessum tveimur árum úrskurðaði embættið í 88 málum. Ljóst er að umsvif þess embættis eru langsamlega mest í þessum málaflokki.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sem óskaði eftir gögnunum frá ráðuneytinu, segir bagalegt að nánari upplýsingar fáist ekki frá sýslumannsembætti höfuðborgarsvæðisins. „Mig langaði að sjá tölfræðina á bak við þessa úrskurði. Þessar niðurstöður styðja grunsemdir manns um að það séu aðallega feður sem eru umgengnisforeldrar og ég geri ráð fyrir að þetta sé eins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×