Fótbolti

Úkraína lagði Kósóvó | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Úkraína lagði Kósóvó 3-0 í riðli Íslands í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018.

Artem Kravets kom Úkraínu yfir á 31. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0. Andriy Yarmolenko kom Úkraínu í 2-0 en Kósóvó hafði fengið dauðafæri til að jafna skömmu áður. Ruslan Rotan gerði út um leikinn þremur mínútum fyrir leikslok.

Úkraína er með 5 stig í öðru sæti I-riðils en Kósóvó er enn með eitt stig.

Í D-riðli varð Wales að sætta sig við 1-1 jafntefli við Georgíu.  Það tók Gareth Bale aðeins tíu mínútur að koma Wales yfir og var staðan í hálfleik 1-0. Tornike Okriashvili jafnaði metin á 57. mínútu og þar við sat.

Wales er með 5 stig í efsta sæti riðilsins en Georgía var að vinna sitt fyrsta stig.

Í G-riðli lagði Ísrael Liechtenstein, 2-1, eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Tomer Hemed kom Ísrael yfir strax á 3. mínút og bætti öðru marki við á 16. mínútu. Max Göppel minnkaði muninn fyrir Liechtenstein á fjórðu mínútu seinni hálfleiks og lokatölurnar því 2-1.

Ísrael er með 6 stig eftir þrjá leiki en Liechtenstein er án stiga á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×