Lífið

Twitternotendur hittast á hraðstefnumóti í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helga er að skipuleggja Twitter-hraðstefnumót.
Helga er að skipuleggja Twitter-hraðstefnumót.
„Ég held að það sé hægt að finna ástina á Twitter,“ segir Helga Ingimundardóttir sem er ein af skipuleggjendum Twitterhraðstefnumóts sem verður haldið á KEX Hostel í kvöld. Hún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum svona kvöld. Þetta byrjaði bara sem umræða á Twitter og þar var ein stelpa sem hafði farið á Twitter-stefnumót. Þá kom upp sú umræða að sniðugt væri bara að nota Twitter til að kynnast fólki.“

Helga segir að íslenska Twitter-samfélagið sé nokkuð lítið og frekar sérstakt samfélag. Hún segir að í kvöld munu allir fá að tala við alla.

„Ef báðum einstaklingum líkar vel við hvort annað þá þarf bara að láta okkur skipuleggjendur vita og við setjum þá upp stefnumót seinna meir. Það er miklu algengara en maður heldur að fólk sé að fara á stefnumót í gegnum Twitter. Ég mun klárlega taka þátt í kvöld.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×