Lífið

Twitter reis upp þegar Amal Clooney var enn og aftur titluð sem „eiginkona leikara“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Einn notandi samfélagsmiðilsins gagnrýndi tístið og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Einn notandi samfélagsmiðilsins gagnrýndi tístið og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Vísir/Getty/Twitter
Orðalag á Twitter varð bitbein notenda en AP fréttaveitan gerði að mati notenda lítið úr mannréttindalögfræðingnum Amal Clooney með því að skauta framhjá starfa hennar og titla hana frekar sem „konu leikara.“ Amal Clooney er eiginkona George Clooney en hún var í fréttum fyrir störf sín sem lögfræðingur eins blaðamanna Al-Jazeera sem var ásakaður um að vera í tengslum við öfgamenn í Egyptalandi.

Í fréttinni tjáir Amal sig um dóminn en blaðamaðurinn var fundinn sekur um samvinnu við öfgahópa sem Amal segir senda hættuleg skilaboð hvað varðar tjáningafrelsi í Egyptalandi.

Zeynep Tufekci, notandi Twitter, „lagaði“ tíst fréttaveitunnar en hún breytti titlinum „eiginkona leikara“ í starfsheiti hennar: „mannréttindalögfræðingur.“ Amal Clooney hefur náð miklum frama í starfa sínum, meðal annars starfað sem ráðunautur Kofi Annans, fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sem lögfræðingur í stórum málum á borð við mál Julians Assange og Yulia Tymoshenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu.

Tístið er talið gera lítið úr afrekum Amal Clooney með því að einblína á hver eiginmaður hennar er. Snemma á árinu skrifaði blaðamaðurinn Charlotte Alter grein um athyglina sem Amal Clooney fær frá fjölmiðlum og samfélaginu – hvernig athyglin hverfðist ekki um ótrúleg afrek hennar heldur útlit.

Hér að neðan má sjá Tinu Fey og Amy Poehler gera Amal Clooney og eiginmann hennar að umtalsefni í uppistandi sínu á Golden Globe hátíðinni fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×