Innlent

Tvö þúsund færri sækja um námslán

Snærós Sindradóttir skrifar
Tvö þúsund færri sækja um námslán nú en árið 2009. Námsmönnum erlendis sem sækja um lán hefur líka fækkað.
Tvö þúsund færri sækja um námslán nú en árið 2009. Námsmönnum erlendis sem sækja um lán hefur líka fækkað. fréttablaðið/valli
Umsóknum um námslán hjá LÍN hefur fækkað um sautján prósent frá skólaárinu 2009 til 2010 og til skólaársins 2014 til 2015. Nú sækja um tvö þúsund færri um námslán en gerðu fyrir fimm árum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu LÍN.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þeim sem sækja um námslán erlendis hefur fækkað um tuttugu prósent á sama tíma. Búist er við enn frekari fækkun samkvæmt fjárlögum ársins 2016 eða að erlendir námsmenn verði 2.150 talsins. Skólaárið 2009 til 2010 voru þeir 2.751.

Á sama tíma hefur greiðendum fjölgað mikið eða um 27 prósent frá 2009 til 2015.

Stúdentum erlendis fækkar mest í Danmörku eða um 140 manns á milli ársins 2014 og 2015 eða um 21 prósent. Í skýrslunni segir að fækkun nemenda á námslánum í Danmörku skýrist af opnara aðgengi að svokölluðum SU-styrk en árið 2015 eru alls 1.979 íslenskir námsmenn á styrkjum frá Norðurlöndunum í sínu námi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Skulda LÍN mest en hafa ekki borgað krónu til baka á 9 árum

Þeir tuttugu sem skulda LÍN mest skulda samtals 690 milljónir. LÍN býst við því að fá 92 milljónir til baka frá hópnum en restin verður í raun afskrifuð. Flestir í hónum luku námi fyrir meira en tíu árum og þar af tveir á síðustu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×