Lífið

Tvíkynhneigð Anna Karenína

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Helga Björg leikstýrði og skrifaði handritið að stuttmynd um Önnu Karenínu.
Helga Björg leikstýrði og skrifaði handritið að stuttmynd um Önnu Karenínu. Vísir/Ernir
„Þetta byrjaði allt á þessari hugmynd, hvað ef Anna Karenína væri íslensk og uppi á okkar tíma,“ segir Helga Björg Gylfadóttir, leikstjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar ANNA.

Handritið var unnið upp úr skáldsögunni Önnu Karenínu eftir Leo Tolstoj sem gefin var út 1877. Í stuttmyndinni er sögusviðið fært til Reykjavíkur nútímans og upplifir Anna álíka atburði og í bókinni.

„Þessi magnaði karakter sem Tolstoj skapaði sat í mér frá því ég var tuttugu og tveggja ára og las bókina fyrst. Mér fannst sterkt hvernig Anna þorir að fylgja innsæi sínu,“ segir Helga Björg og bætir við að sér hafi þótt áhugavert að taka nítjándu aldar skáldsögu og færa í íslenskan raunveruleika.

Í myndinni er Anna tvíkynhneigð og gift Katrínu eða Karenín, mennta- og menningarmálaráðherra, en Anna er ástfangin af leikaranum Veturliða eða Vronsky. „Mér fannst það bara vera ákveðin endurspeglun á íslenskum raunveruleika í dag,“ segir Helga Björg, aðspurð af hverju persóna Önnu er tvíkynhneigð.

ANNA verður sýnd í Bíói Paradís á morgun klukkan sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×