Innlent

Tveir handteknir fyrir vörslu eftir maríjúana-mótmæli

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Í 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni eru upp talin þau fíkniefni sem eru ólögleg á Íslandi. Varsla og meðferð þessara efna er refsiverð. Þar kemur fram að "Cannabis (Kannabis, Marihuana, Hass)" falli þar undir.
Í 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni eru upp talin þau fíkniefni sem eru ólögleg á Íslandi. Varsla og meðferð þessara efna er refsiverð. Þar kemur fram að "Cannabis (Kannabis, Marihuana, Hass)" falli þar undir. myndir/aðsendar
Tveir ungir menn voru handteknir og sektaðir fyrir vörslu maríjúana á Austurvelli í gær þegar félagsskapur sem kallast Reykjavík Homegrown hittist til að reykja saman kannabisefni.

Hópurinn hittist til að reykja maríjúana á alþjóðlegum degi kannabisreykinga, svokölluðum 420 degi.

Á annan tug ungra karlmanna var þarna saman kominn til að reykja kannabis og mótmæla því að varsla maríujúana er refsiverð hér á landi.

Varsla og meðferð maríjúana og skyldra efna er refsiverð samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Brotum vegna vörslu er yfirleitt lokið með sekt. 

Á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er lögreglan spurð hvers vegna lögbrot sem framin hafi verið á Austurvelli fyrir allra augum hafi ekki verið stöðvuð og hvort lögreglan sé farin að lúffa fyrir lögbrotum í miðbæ Reykjavíkur.

Sá sem skrifar fyrir hönd lögreglunnar á Facebook segir að gera verði greinarmun á því að þarna hafi verið samankominn hópur sem vilji berjast fyrir lögleiðingu tiltekinna fíknefna en slík mótmæli séu í eðli sínu lögleg.

Við slík mótmæli sé hins vegar ekki hægt hægt að réttlæta lögbrot eins og td. neyslu kannabisefna. Lögreglan upplýsir jafnframt að tveir einstaklingar hafi verið handteknir með fíkniefni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru mennirnir handteknir og sektaðir fyrir vörslu á kannabisefnum og telst málum þeirra lokið. 

Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og vísaði á svör lögreglunnar á fésbókarsíðu hennar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×