Lífið

Tveggja metra breitt hús á tæpar tvö hundruð milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir eru ekkert að grínast í London.
Þeir eru ekkert að grínast í London.
Fasteignaverðið í London er gríðarlega hátt og er erfitt að finna dýrara svæði. Kensington-hverfið er sérstaklega dýrt og má þar finna tveggja herbergja eign í raðhúsalengju sem er nokkuð merkileg.

Það sem gerir þess eign sérstaka er að húsið er aðeins tveggja metra breitt og kostar 193 milljónir íslenskra króna.

Húsið er á þremur hæðum og er 49 fermetrar og því fermetraverðið um fjórar milljónir íslenskar krónur. Samkvæmt fasteignasölunni sem hefur eignina á söluskrá hafa margir sýnt íbúðinni mikinn áhuga en hér að neðan má sjá myndir innan úr henni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×