Tónlist

TV On The Radio kemur ekki á Sónar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
TV On The Radio kemur ekki til Íslands,
TV On The Radio kemur ekki til Íslands, vísir/getty
Brooklyn-sveitin TV On The Radio mun ekki koma fram á Sónar hátíðinni í Hörpu um næstu helgi. Ástæðan fyrir því er að hún hefur neyðst til að aflýsa öllum tónleikum sínum í Evrópu á næstunni vegna veikinda trommarans Japhet Landis. Landis fékk blóðtappa en er á batavegi.

Í yfirlýsingu frá sveitinni segir að meðlimum þyki þetta er leitt en óhjákvæmilegt. Landis sé sem stendur á sjúkrahúsi og ófær um að ferðast. 



För þeirra um Evrópu og Bretland átti að hefjast í dag með tónleikum í Mílanó en íbúar Genf, París, Brussel og Amsterdam eru meðal þeirra sem missa af því að berja sveitina augum.

Þetta er ekki fyrsta áfallið sem TV On The Radio verður fyrir en hitt var öllu stærra. Árið 2011 lést Gerard Smith, meðlimur sveitarinnar, úr lungnakrabbameini. Smith spilaði á fjöldan allan af hljóðfærum með sveitinni.

Sónar hátíðin hefst næstkomandi fimmtudag en meðal þeirra sem koma þar fram eru Skrillex, Todd Terje og Paul Kalkenbrenner.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×