ŽRIŠJUDAGUR 28. FEBRŚAR NŻJAST 23:34

Mį heita Stešji og Lofthildur en ekki Baltazar og Zophia

FRÉTTIR

Tugir ķslenskra fyrirtękja auglżsa eftir sjįlfbošališum

 
Innlent
10:45 18. FEBRŚAR 2016
Skjįskot af auglżsingu af workaway.info. Gistiheimili į Akureyri óskar eftir sjįlfbošališum til starfa.
Skjįskot af auglżsingu af workaway.info. Gistiheimili į Akureyri óskar eftir sjįlfbošališum til starfa.
Kristjana Gušbrandsdóttir skrifar

Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún hefur mikinn fjölda alvarlegra mála til skoðunar. Mörg þeirra varða fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Eitt vinnumansalsmál er á borði lögreglunnar að frumkvæði félagsins. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag.

Halldóra Sigríður bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. 

Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda.


Drķfa segir SGS skima sķšuna workaway.info reglulega og hafa samband viš verkalżšsfélög ķ žeim byggšum sem fyrirtęki auglżsa eftir sjįlfbošališum til starfa.  Eftir įminningu verkalżšsfélags hverfi oft auglżsingar af sķšunni. Fréttablašiš/GVA
Drķfa segir SGS skima sķšuna workaway.info reglulega og hafa samband viš verkalżšsfélög ķ žeim byggšum sem fyrirtęki auglżsa eftir sjįlfbošališum til starfa. Eftir įminningu verkalżšsfélags hverfi oft auglżsingar af sķšunni. Fréttablašiš/GVA

„Þetta er ein alvarlegasta birt­ingar­mynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga.

„Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góð­gerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi:

„Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“

Ekki samfélagsleg sjálfboðavinna
ASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. 

Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög.

Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Fréttir / Innlent / Tugir ķslenskra fyrirtękja auglżsa eftir sjįlfbošališum
Fara efst