Lífið

Troðfullt í Bleika-boðinu: Um 1600 manns í Hafnarhúsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mætingin var frábær.
Mætingin var frábær. vísir
Bleika boð Krabbameinsfélags Íslands var haldið í Hafnarhúsinu í gærkvöldi í tilefni að formlegri byrjun árvekni- og fjáröflunarátaksins Bleika slaufan. Í ár beinir átakið sjónum  að ristilkrabbameini en 52 Íslendingar láta lífið úr þeirri tegund krabbameins árlega.

Troðfullt var út úr dyrum en talið er að um 1600 manns hafi komið og skemmt sér konunglega. Á meðal þeirra sem tróðu upp voru Páll Óskar, Glowie og Amabadama.

Frekari upplýsingar um Bleiku slaufuna má finna hér. Með fréttinni má sjá myndir frá boðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×