Tónlist

Tommy Lee og Iggy Pop til bjargar

Deryck Whibley söngvari Sum 41 fær aðstoð frá miklum djamm-kanónum.
Deryck Whibley söngvari Sum 41 fær aðstoð frá miklum djamm-kanónum. Vísir/Getty
Deryck Whibley, söngvari hljómsveitarinnar Sum 41 hefur fengið miklar djamm-kanónur til þess að hjálpa sér við að halda sér edrú, en hann greinir frá þessu í viðtali við NME.

Hann hefur átt við drykkjuvandamál undanfarin ár en þurfti að leggjast inn á spítala vegna þess að lifrin og nýrun voru hætt komin. Kappinn er þó kominn á beinu brautina og er hættur að fá símtöl frá villtum djammfélögum.

Hann segist fá mikla aðstoð frá mönnum á borð við Iggy Pop og Tommy Lee og miðli þeir visku sinni til hans um hvernig hægt sé að auðvelda edrúmennskuna.

Duff McKagan og Matt Sorum úr Guns N´Roses eru einnig á meðal þeirra manna sem hafa komið honum til bjargar og boðið honum í kaffi í stað annarra drykkja eða efna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×