Innlent

Tóku að sér flóttabarn frá Afganistan: „Sjáum hann fyrir okkur sem part af fjölskyldunni til framtíðar“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Íslensk hjón sem tóku fylgdarlaust flóttabarn frá Afganistan inn á heimili sitt fyrir ári hvetja aðrar fjölskyldur, sem hafa tök á, að gera það saman.

Stákurinn, sem nú er fimmtán ára, verður nú líklegast hluti af fjölskylunni til framtíðar.  

Í mars í fyrra ákváðu hjónin Svanhildur Guðlaugsdóttir og Sverrir Hjörleifsson að taka Ali í fóstur. Þau sáu auglýsingu frá Barnaverndarstofu um vöntun á fósturfjölskyldum fyrir fylgdarlaus börn á flótta en í fyrra voru börnin fjórtán sem komu til landsins.

Ali kom til landsins í desemeber í fyrra eftir langt og strangt ferðalag frá Afganistan, þá aðeins fjórtán ára gamall.

Hjónin eiga fjögur börn fyrir og tvö sem búa ennþá heima. Systkinin tóku nýja bróður sínum misvel til að byrja með en í dag gengur vel. Eftir því sem tíminn líður verði Ali alltaf nánari fjölskyldunni.

Erfiðast finnst þeim að vita lítið um fortíð Ali. Þá er ákveðin dulúð yfir því hvernig Ali komst til landsins.

Hann talaði hvorki íslensku né ensku þegar hann kom en honum hefur tekist nokkuð vel að ná tökum á málinu.Þau Svanhildur og Sverrir mæla með því að fólk sem hefur tök á taki að sér fylgdarlaust barn.

Hægt er að sjá viðtal við fjölskyldu Ali í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×