Lífið

Tók upp hringinn á stóra skjánum og týndi honum

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrátt fyrir að Yankees væru að vinna Boston Red Sox á Yankee Stadium í gær, var ungt par sem uppskar hvað mest lófaklappá vellinum. Andrew Fox hafði sett sig í samband við staðarhaldara og voru hann og kærasta hans sett á stóra skjáinn á vellinum svo hann gæti beðið hana um að giftast sér fyrir allra augum.

Útlitið varð þó svart þegar hringurinn var ekki í öskjunni. Hann hafði fallið í gólfið og var týndur.

Slökkt var á stóra skjánum og leiknum haldið áfram. Parið og nærstaddir áhorfendur leituðu vel og lengi á gólfinu en hringurinn fannst ekki.

Samkvæmt frásögn af atvikinu á NJ.com höfðu tveir leikmenn komist í höfn þegar gífurleg fagnaðarlæti heyrðu frá stúkunni. Heather Terwilliger hafði fundið hringinn þar sem hann hafði lent í uppábroti á buxum hennar.

Bónorðið gat því farið fram með eðlilegum hætti og Heather sagði já, við mikil fagnaðarlæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×