Innlent

Tilkynnt um bát í vanda við Kirkjusand

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Klukkan tíu í kvöld voru skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni boðaðar út vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík.

Tilkynning barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut, töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. 

Átta mínútum eftr að útkall barst var fyrsti bátur lagður af stað úr höfn og eru fleiri bátar á leiðinni á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg koma um 30 manns að aðgerðinni.

Nákvæm staðsetning og upplýsingar um bátinn eru óljósar á þessari stundu.

Uppfært22:55

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hefur útkallið verið afturkallað en ekki var um neyðartilvik að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×