Innlent

Þyrla gæslunnar sótti 11 ára stúlku eftir að hún skall af snjóþotu á húsvegg

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Sjúkrabifreið flutti stúlkuna á Hvolsvöll og þaðan var hún flutt með þyrlu til Reykjavíkur.
Sjúkrabifreið flutti stúlkuna á Hvolsvöll og þaðan var hún flutt með þyrlu til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór með ellefu ára gamla stúlku frá Hvolsvelli á Landspítalann í Fossvogi eftir að hún skall af snjóþotu á húsvegg. Stúlkan var að renna sér á snjóþotu við bæinn Ytri-Skóga undir Eyjafjöllum og endaði sleðaferðin á húsvegg.

Höggið var talsvert og hraðinn mikill. Hún handleggsbrotnaði og hlaut höfuðáverka sem gáfu tilefni til þess að flytja hana með hraði suður.

Slysið henti um hálf fjögurleytið. Sjúkrabifreið flutti stúlkuna á Hvolsvöll og þaðan var hún flutt með þyrlu til Reykjavíkur og var komin þangað um korter í sex.

Bóndinn á Ytri-Skógum, Sigurður Sigurjónsson, sagði þyrluna hafa komið skjótt og stúlkuna enn í rannsóknum vegna höfuðmeiðsla sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×