Innlent

Þyrla Gæslunnar sækir konu sem fannst meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir nú konu sem fannst meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu.

Svanhildur Sverrisdóttir hjá Landhelgisgæslunni segir í samtali við Vísi að konan hafi þó fljótlega komist aftur til meðvitundar en að það hafi verið mat þyrlulæknis og læknis á staðnum að sækja konuna engu að síður.

Þyrlan mun flytja konuna til Reykjavíkur.

Uppfært 15:10:

Fréttatilkynning frá Landhelgisgæslunni:

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 13:48 í dag beiðni um þyrlu vegna konu sem fundist hafði meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu. Konan komst fljótlega til meðvitundar en hins vegar var það mat læknis á staðnum og læknis í áhöfn þyrlunnar að sækja konuna og flytja hana til Reykjavíkur.

Fór þyrlan TF-LIF í loftið um stundarfjórðungi yfir tvö og lenti á Hellu tæplega 25 mínútum síðar. Gekk vel að koma sjúklingnum um borð. Áætlar þyrlan að lenda við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi rétt rúmlega þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×