Innlent

Þyrla Gæslunnar bjargaði fimmtán ára dreng í hlíðum Heklu

Gissur Sigurðsson skrifar
Drengurinn varð viðskila við móður sína og systur.
Drengurinn varð viðskila við móður sína og systur. Vísir/Ernir
Fimmtán ára erlendur piltur varð rammvilltur í hlíðum Heklu, eftir að hann varð viðskila við móður sína og systur. Björgunarmenn náðu tvívegis sambandi við hann, en hann gat ekki gefið upp staðsetningu og svo varð sími hans rafmagnslaus.

Björgunarsveitir af Suðurlandi voru kallaðar út  og sömuleiðis þyrla Landhelgisgæslunnar, þótt verulega væri farið að skyggja, en björgunarsveitarmaður með hitamyndavél var með í för. Eftir nokkra leit fann áhöfn þyrlunnar drenginn, sem var hífður um borð og fluttur á Hellu, þar sem fjölskylda hans beið.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að áhöfn þyrlunnar hafi fundið drenginn um klukkan 22:50. Hann hafði kveikt á spjaldtölvu sem hann var með og lét hana blikka. Þannig sást dauft ljósið í nætursjónaukum áhafnarinnar.

Mátti það ekki tæpara standa því sólsetur var klukkan níu og pilturinn 
fannst  um klukkan ellefu. Hann var heill á húfi, vel búinn og með nesti. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×