Innlent

Þurfum við að óttast íslam?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frummælendur þeir er munu taka til máls á fundinum.
Frummælendur þeir er munu taka til máls á fundinum.
Siðmennt, félag siðrænna húmanista, hefur boðað til málþings sem fram fer á morgun milli klukkan ellefu og eitt á Hótel Sögu. Yfirskrift fundarinar er: Þurfum við að óttast íslam?

Markmiðið með málþinginu er að hvetja til málefnalegrar og gagnrýnnar umræðu um íslam hér á landi. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Frummælendur verða fjórir og fær hver um sig um tíu mínútur til að flytja erindi sitt. Fyrstur á mælendaskrá er Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður Siðmenntar, en næstur Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi. Einnig flytja erindi Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, doktorsnemi í mannfræði, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður og teknar spurningar úr sal. Fundarstjóri verður Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og stjórnarmaður í Siðmennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×