Íslenski boltinn

Þróttur skiptir um þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Jóna stýrði Þrótti í síðasta sinn í gær.
Guðrún Jóna stýrði Þrótti í síðasta sinn í gær. vísir/stefán
Þróttur hefur skipt um þjálfara meistaraflokks kvenna sem leikur í Pepsi-deildinni.

Samkvæmt frétt á heimasíðu Þróttar hafa stjórn knattspyrnudeildar og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir komist að samkomulagi um að Guðrún Jóna láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna þegar í stað.

Við starfi hennar tekur Haraldur Sigfús Magnússon sem hefur áður þjálfað hjá Grindavík, ÍR, ÍA og Reyni Sandgerði. Hans fyrsti leikur sem þjálfari Þróttar verður gegn Selfossi 11. ágúst.

Þrótti hefur gengið illa í sumar en liðið er í 9. og næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir 12 umferðir.

Þrótti hefur gengið bölvanlega að skora en liðið hefur aðeins gert fjögur mörk í leikjunum 12. Tvö þeirra komu í 2-3 tapi fyrir ÍBV í gær en það var síðasti leikur Guðrúnar Jónu með liðið.

Eftir þessar þjálfarabreytingar eru allir þjálfarar í Pepsi-deild kvenna karlkyns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×