Innlent

Þrjár aurskriður féllu á Siglufjarðarveg

Gissur Sigurðsson skrifar
Fólk í bíl lokaðist af á milli skriða um klukkan ellefu í gærkvöldi.
Fólk í bíl lokaðist af á milli skriða um klukkan ellefu í gærkvöldi. mynd/Loftmyndir ehf.
Mildi þykir að ekki fór verr þegar þrjár aurskriður féllu með skömmu millibili á Siglufjarðarveg, vestan við strákagöng. Fólk í bíl lokaðist af á milli skriða um klukkan ellefu í  gærkvöldi . Fólkið sakaði ekki og komst heim að bænum Sauðanesi.

Björgunarsveitarmenn komu beggja megin að vettvangi og komu upp lokunarskilti, en vegagerðarmenn ákváðu að 
aðhafast  ekkert í nótt og bíða birtingar.

Mjög mikið hefur ringt á þessu svæði og var mikill 
vatnsagi  í Siglufjarðarbæ, þar sem starfsmenn bæjarins voru kallaðir út þegar vatn var  farið  að belja eftir Hvanneyrarbrautinni og alveg upp að íþróttahúsinu.

Ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir urðu í bænum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×